Blikkandi Palin ruglar fólk í ríminu

Sarah Palin
Sarah Palin AP

Sarah Palin hefur markað spor í söguna. Hún er fyrsta konan í framboði til varaforseta fyrir repúblikanaflokkinn, en sú staðreynd fellur nú í skuggann af ákveðnum vana, sem hún hefur komið sér upp. Konan blikkar.

Hún blikkar við flest tækifæri, jafnt þegar hún heilsar stuðningsmönnum sínum sem þegar hún etur kappi við varaforsetaefni demókrata í sjónvarpskappræðum.

Dagblaðið Los Angeles Times fjallaði um þennan sið Palin á dögunum. Blaðið sagði að líkaði fólki við Palin tæki það blikkinu vel. Ef því væri illa við hana styrktist sú tilfinning. Og svo eru allir hinir, sem vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert