Síðasta atlaga McCains

John McCain er hann kom til Íslands ásamt Hillary Clinton …
John McCain er hann kom til Íslands ásamt Hillary Clinton fyrir nokkrum árum. Þorkell Þorkelsson

Það er á bratt­ann að sækja fyr­ir John McCain, for­setafram­bjóðanda re­públi­kana í kosn­ing­un­um, sem haldn­ar verða í Banda­ríkj­un­um 4. nóv­em­ber. En hann er þekkt­ur fyr­ir að gef­ast ekki upp. Í fyrra­sum­ar var búið að af­skrifa hann, en hon­um tókst samt að tryggja sér til­nefn­ingu flokks síns. Nú legg­ur hann í sína síðustu at­lögu.

Barak Obama, fram­bjóðandi demó­krata, hef­ur haft minnst sjö pró­sentu­stiga for­skot á McCain í tvær vik­ur. The New York Times seg­ir Obama nú þegar kom­inn með nógu marga kjör­menn til að ná kjöri. Hann þarf 270 kjör­menn. Sam­kvæmt grein­ingu blaðsins er hann kom­inn með 277 kjör­menn og McCain 185. Blaðið kemst að þessu með því að telja sam­an þau ríki þar sem fram­bjóðend­urn­ir eru ann­ars veg­ar með trausta for­ustu eða kjós­end­ur hall­ast að þeim. Í Nevada, Col­orado, Ohio, Norður-Karolínu og Flórída er of mjótt á mun­um til að hægt sé að spá.

En það er hægt að vinna upp for­skot. Það sýndi Ronald Reag­an þegar hann sigraði Jimmy Cart­er 1980. Tíu dög­um fyr­ir kosn­ing­arn­ar hafði Cart­er átta pró­sentu­stiga for­skot.

„Ef McCain sigr­ar mun hann hafa sett á svið stór­kost­leg­asta og ólík­leg­asta póli­tíska viðsnún­ing frá 1948 þegar Harry Trum­an sigraði,“ skrifaði Karl Rove, fyrr­ver­andi stjórn­málaráðunaut­ur Geor­ge W. Bush for­seta, á fimmtu­dag.

Það er því eng­in furða að Obama skuli hvetja stuðnings­menn sína til að líta ekki svo á að úr­slit­in séu ráðin. „Þeim ykk­ar sem eru í sig­ur­vímu eða sjálfs­ör­ugg eða halda að þetta sé klárt nefni ég tvö orð: New Hamps­hire,“ sagði Obama á fjár­öfl­un­ar­fundi í New York og vísaði til þess þegar hann tapaði þar fyr­ir Hillary Cl­int­on fyr­ir níu mánuðum og við tók kosn­inga­slag­ur­inn enda­lausi.

Í slag­togi við hryðju­verka­menn

Obama svaraði þessu með því að segja að hann hefði vissu­lega kynni af Ayers í gegn­um nefnd­ar­setu, en hann hefði verið átta ára þegar Ayers framdi ódæðis­verk sín. Síðan mætti bæta því við að sner­ist málið um það hverja hann um­geng­ist væru efna­hags­ráðgjaf­ar sín­ir Paul Volcker, fyrr­ver­andi seðlabanka­stjóri, og War­ren Buf­fett, sem hafði ræki­lega varað við fast­eigna­ból­unni í Banda­ríkj­un­um og undi­málslán­un­um.

Sarah Pal­in, vara­for­seta­efni McCains, hef­ur verið sér­stak­lega iðin við að mjólka hryðju­verka­vink­il­inn. Yf­ir­lýs­ing­ar henn­ar um að Obama sé í slag­togi við hryðju­verka­menn („pall­in' with terr­orists“) hafa vakið geðshrær­ingu meðal stuðnings­manna re­públi­kana og þess eru dæmi að hrópað hafi verið „drepið hann“ á kosn­inga­fund­um.

McCain hef­ur nokkr­um sinn­um séð sig knú­inn til að koma Obama til varn­ar og segja að hann sé „heiðvirður fjöl­skyldumaður“ sem hann eigi aðeins í póli­tískri bar­áttu við. Fyr­ir slík­ar varn­ir hef­ur McCain upp­skorið baul hjá stuðnings­mönn­um sín­um.

Ærleg viðbrögð McCains á kosn­inga­fund­um bera því ef til vill vitni að innst inni eru árás­irn­ar á Obama hon­um þvert um geð. Hann virðist hins veg­ar ekki ætla að láta deig­an síga þótt sýnt sé að þess­ar aðferðir falli kjós­end­um ekki í geð. Þær eiga sinn þátt í því að kosn­inga­bar­átta McCains virðist vera að fuðra upp, en fjár­málakrepp­an er þó helsti skaðvald­ur­inn. Hvor­ug­ur þeirra nýt­ur reynd­ar mik­ils trausts kjós­enda þegar kem­ur að því að leysa efna­hags­vand­ann. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert