Danskir hermenn sérstök skotmörk í Afganistan

Danskir hermenn eru sérstök skotmörk talibana í Afganistan vegna Múhameðsteikningamálsins, samkvæmt því sem fram kemur í viðtali við Qari Yousuf Ahmadi, talsmanns samtakanna sem birt er í danska blaðinu Ekstra Bladet.

„Við leggjum sérstaka áherslu á að ráðast á danska hermenn. Vil viljum drepa þá og neyða þá til að yfirgefa land okkar. Við handsömum þá og fyrr eða síðar fáum við hefnd okkar,” segir hann. Þá segir hann talibana leggja sérstaka áherslu á að ráðast á danska hermenn vegna þess að dönsk blöð hafi birt skopmyndir af spámanninum Múhameð.

„Allir útlendingar eru óvinir okkar en í Dönum höfum við tvöfalda óvini. Í fyrsta lagi réðust þeir inn í land okkar og í öðru lagi hafa þeir hætt hinn heilaga spámann okkar og Kóraninn,” segir Ahmadi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert