Breskur kokkur sem myrti elskhuga sinn og át hluta af honum hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.
Fram kemur á fréttavef BBC að morðinginn, hinn 36 ára Anthony Morley, hafði m.a. unnið það sér til frægðar að vera fyrsti sigurvegarinn í keppninni Mr. Gay UK árið 1993.
Morley var fundinn sekur um að hafa myrt elskhuga sinn, Damain Oldfield sem var 33 ára, á heimili sínu í Leeds. Dómarinn sagði málið vera með því ógeðfelldara sem hann hafi komið nálægt, en Morely skar Oldfield á háls og stakk hann nokkrum sinnum. Í kjölfarið skar hann hluta úr læri Oldfield, eldaði það og lagði það sér til munns.
Morley mun afplána að lágmarki 30 ára fangelsi.