McCain biðlar til Rússa

Rússneskir embættismenn hafa hlegið á kostnað McCain
Rússneskir embættismenn hafa hlegið á kostnað McCain Reuters

Rússar hyggjast ekki verða við skriflegri beiðni John McCain um fjárstuðning vegna forsetaframboðs hans og hafa gert grín að honum í leiðinni. McCain hefur verið afar harðorður í garð Rússa í kosningabaráttu sinni.

Vitali Tsjurkin, sendirmanni Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, barst beiðni um fjárstuðninginn fyrir helgi. Í bréfinu er farið fram á allt að 5.000 dollara stuðningi og hefst það á orðunum „kæri vinur“ og einnig talað um að með því að styðja McCain gegn Barack Obama muni Rússar hjálpa til við að „stuðla að friði og lýðræði um allan heim.“

Atvikið þykir sérlega neyðarlegt þar sem McCain hefur lagt til að Rússum verði vikið úr G8 hópi stærstu iðnríkja heims og sagt að Rússland eigi alþjóðlega fordæmingu skilið vegna stríðs þeirra við Georgíumenn í ágúst.

Bréfið bar ekki formlegan titil Vitali Tsjurkin og því talið að það hafi verið sent í misgripum. Forsetaframbjóðendum í Bandaríkjunum er auk þess óheimilt að þiggja fjárstuðning utan landsteinanna. Talsmaður Tsjurkin segir að sendiráðsmönnunum hafi verið skemmt vegna atviksins og að bréfið hafi verið látið ganga á milli manna.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert