Forsetaframbjóðandi demókrata, Barack Obama, hefur meira en tvöfaldað upphæðina sem hann safnaði í kosningasjóð sinn í ágúst en hann safnaði 150 milljónum dollara í september. Þær 84 milljónir dollara sem John McCain hefur til umráða fyrir sína herferð þykja smámunir í samanburði.
Undanfarna fjóra mánuði hefur Obama eytt meiru fé í sjónvarpsauglýsingar en George W. Bush núverandi forseti eyddi í alla kosningaherferð sína árið 2004. Talsmenn herferðar McCains hafa sakað Obama um að reyna að kaupa sér sigur.