Ekki ákærðir fyrir stríðsglæpi

POOL

Bandaríkjaher hefur ákveðið að falla frá ákæru á hendur fimm föngum í Guantanamó búðunum á Kúbu fyrir stríðsglæpi.

Talsmaður hersins segir að bandarísk stjórnvöld geti ákveðið hvort mennirnir fimm verði ákærðir síðar. Mennirnir sem um ræðir heita: Noor Uthman Muhammed, Binyam Mohamed, Sufyiam Barhoumi, Ghassan Abdullah al Sharbi og Jabran Said Bin al Qahtani.

Ákvörðun um að fella niður ákærur gegn mönnunum kemur í kjölfar þess að saksóknari í öðru máli gegn fanga í Guantanamó sagði af sér og fullyrti að herinn væri að fela sönnunargögn sem væru hinum ákærða í hag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert