Fundnir sekir um hryðjuverkastarfsemi í Danmörku

Dóm­stóll í Dan­mörku hef­ur fundið tvo 22 ára gamla karl­menn  seka um að und­ir­búa hryðju­verka­árás­ir. Menn­irn­ir voru hand­tekn­ir í íbúð við Gla­svej í norðvest­ur­hluta Kaup­manna­hafn­ar í sept­em­ber á síðasta ári eft­ir að þeir gerðu til­raun­ir með sprengi­efni.

Menn­irn­ir tveir heita Hammad Khu­ers­hid, dansk­ur rík­is­borg­ari af pakistönsk­um upp­runa, og Abdoulg­hani Tok­hi, sem er Af­gani. Sprengi­efnið sem þeir gerðu til­raun­ir með var af sömu teg­und og það sem notað var í hryðju­verka­árás­um í Lund­ún­um árið 2005. Menn­irn­ir sögðust hafa ætlað að búa til flug­elda.

Rétt­ur­inn taldi sannað, að Khu­ers­hid hefði verið í þjálf­un­ar­búðum hryðju­verka­sam­tak­anna al-Qa­eda á landa­mæra­svæði Af­gan­ist­ans og Pak­ist­ans. Þar hefði hann fengið þjálf­un í vopna­b­urði og lært að búa til sprengj­ur.

Ekki er ljóst hvert skot­mark mann­anna tveggja átti að vera.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka