Bandaríski forsetaframbjóðandinn Barack Obama hefur afboðað kosningafundi í þessari viku til að heimsækja sjúka ömmu sína á Hawaii. Obama var í Flórída þar sem hann meðal annars hélt sameiginlegan kosningafund með fyrrum keppinaut sínum, Hillary Clinton.
Samkvæmt fréttavef BBC sagði Obama í einni kosningaræðu sinni að hann lofaði því að stöðva útburð fólks sem hefði ekki getað haldið uppi greiðslum á húsnæðislánum sínum.
John McCain réðist á stefnu keppinautarins í efnahagsmálum og hét því að hann myndi skipta um stefnu ef hann kæmist til valda. McCain sakaði Obama einnig um að reyna að blekkja kjósendur og sagði hann í raun hyggjast hækka skatta.
McCain er staðfastur og segir það ekki of seint fyrir sig að vinna þessa kosningar. Fréttaskýrendur telja hann hafa fundið nýjan kraft og að líti út fyrir að vera endurnærður.