SAS var óvart með útsölu á flugmiðum til Íslands

Tilboð var óvart sett á flugferðir til Íslands.
Tilboð var óvart sett á flugferðir til Íslands. mbl.is/ÞÖK

Það mun ekki hafa verið hægt að bóka flug með SAS flugfélaginu frá Noregi til Íslands á netinu síðan um helgi þar sem bilun í bókunarkerfinu Amadeus hefur ollið því að miðarnir eru verðlagðir á þriðjung þess sem þeir eiga að kosta.

Á vefmiðlinum Dagens Industri kemur fram að til þessa hefur bókunarkerfið notast við gengisskráningu Den Norske Bank en í kjölfar fjármálakreppunnar hætti bankinn að skrá íslensku krónuna og þá breytti Amadeus yfir í evrur og því var hægt að kaupa miða aðra leiðina frá Reykjavík til Óslóar fyrir um 3800 íslenskar krónur í stað tæplega 12 þúsund íslenskar krónur.

SAS mun vinna að því að laga vandann.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert