Tölvuþrjótar stálu af reikningum Sarkozys

Franska lögreglan hefur handtekið par sem grunað er um að hafa brotist inn á bankareikninga Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta á netinu. Aurana notaði parið til að greiða fyrir farsímaáskriftir.

Sarkozy lagði fram kæru í síðasta mánuði eftir að ítrekað voru teknar út lágar upphæðir af bankareikningum hans. Böndin bárust fljótt að parinu sem nú hefur verið handtekið og er í haldi í París.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert