4,5 milljarðar dollara til Georgíu

Fulltrúi bandarísku hjálparsamtakanna USAID og fjármálaráðherra Georgíu skrifa undir samkomulag …
Fulltrúi bandarísku hjálparsamtakanna USAID og fjármálaráðherra Georgíu skrifa undir samkomulag um styrk í da. THIERRY ROGE

Evrópusambandið, Bandaríkin og fleiri Vesturlönd hafa heitið yfir 4,5 milljörðum bandaríkjadala við uppbyggingu í þeim hlutum Georgíu sem urðu verst úti í stríðinu við Rússa í ágúst síðastliðnum.

Fulltrúar yfir 70 stofnana og landa funduðu um fjárveitinguna í Brussel í dag og hefur verið haft eftir fulltrúm Evrópusambandsins að heildarféð sem heitið hefur verið sé langt umfram væntingar. Upphæðin samanstendur af 3,7 milljörðum dollara af opinberu fé og 850 milljónum frá einkaaðilum, að sögn Benita Ferrero-Waldner, sem fer með utanríkismál ESB, sem sagði framlagði ánægjulegt, ekki síst á svo erfiðum tímum í fjármálaheiminum.

Forsætisráðherra Georgíu, Lado Gurgenidzes, hefur líst því yfir að þjóðin sé djúpt snortin og auðmjúk vegna þeirrar samstöðu sem þeim sé sýnd. „Georgíumenn munu aldrei gleyma slíkum stuðningi á erfiðum tímum.“

Búist er við að forgangsatriði hjálparstarfsins verði að koma til móts við þá 65 þúsund flóttamenn sem eru heimilislausir eftir árásir í stríðinu. Til lengri tíma litið er þó stór hluti hjálparsjóðsins ætlaður til uppbyggingu grunngerðar samfélagsins og til að endurvinna traust erlendra fjárfesta á Georgískum efnahag, sem var áður í hraðri uppsveiflu.

Rússum, sem enn halda úti yfir 7.000 hermönnum í Suður-Ossetíu og Abkhazia, var ekki boðið til fundarins í Brussel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert