Spænska lögreglan hefur handtekið fimm menn sem þóttust vera fíkniefnalöggur. Gervilöggurnar sátu um fíkniefnasala og stálu af þeim fíkniefnum. Upp komst um athæfið þegar gervilöggurnar réðust inn í vörugeymslu í Madríd og reyndu að stela 265 kílóum af hreinu kókaíni.
Gervilöggurnar klæddust lögreglubúningum, höfðu skilríki og vopn líkt og alvöru laganna verðir. Þá notuðu þær nætursjónauka og annan hátæknibúnað við störf sín. Forsprakki fimmmenninganna er Ítali en með honum voru Spánverji, Búlgari og Kólumbíumenn.