Nauðgaði og drap vegna geðsýki

Bandarískir hermenn í Írak
Bandarískir hermenn í Írak AP

Fyrr­um banda­rísk­ur hermaður sem er ákærður fyr­ir að nauðga íraskri ung­lings­stúlku og drepa hana og fjöl­skyldu henn­ar var óvenju­lega málglaður þegar hann var hand­tek­inn og gaf fjölda yf­ir­lýs­inga af fús­um og frjáls­um vilja í haldi. Lög­fræðing­ur hans krefjast þess nú að yf­ir­lýs­ing­arn­ar verði ómerkt­ar.

Steven D. Green bíður nú rétt­ar­halda fyr­ir 16 ákæru­atriði, þar á meðal morð af yf­ir­lögðu ráði og al­var­lega kyn­ferðis­árás. Hann hef­ur nú lýst yfir sak­leysi sínu og ber við sig tíma­bundna geðveiki á þeim tíma sem hann framdi glæp­ina, sem var í mars 2006.

Fjór­ir her­menn til viðbót­ar hafa játað að hafa tekið þátt í að sitja fyr­ir stúlk­unni og hjálpað við að nauðga henni og drepa. Tveir her­mann­anna viður­kenndu að hafa skipst að nauðga henni á meðan Green skaut móður henn­ar, föður og yngri syst­ur til bana. Þeir hafa einnig staðfest að Green hafi sjálf­ur nauðgað stúlk­unni og loks myrt hana.

Green var hand­tek­inn nokkr­um mánuðum eft­ir voðaverk­in á heim­ili ömmu sinn­ar í Norður-Karólínu og var færður í haldi á her­stöð í Kentucky. Á leiðinni lýsti hann því fjálg­lega yfir við FBI að Geor­ge Bush og Dick Cheney væru hinir raun­veru­legu söku­dólg­ar sem ættu að hand­taka. Enn frem­ur sagði hann „þið haldið ör­ugg­lega að ég sé al­gjört skrímsli“ og „ég býst þá við því að eyða rest­inni af æv­inni í fang­elsi.“ Lög­fræðing­ar hans krefjast þess nú að dóm­ari líti hjá þess­um um­mæl­um hans við rétt­ar­höld­in þar sem þau hafi fallið áður en lög­fræðing­ur var kallaður til. Sak­sókn­ari held­ur því hins­veg­ar fram að yf­ir­lýs­ing­arn­ar hafi verið gefn­ar af fús­um og frjáls­um vilja og séu því gild­ar fyr­ir dómi.

Réttað er yfir Green af al­rík­is­rétti Banda­ríkj­anna en ekki her­rétti, þar sem hon­um var vikið úr hern­um áður en hann var kærður. Málið verður tekið fyr­ir í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka