Nauðgaði og drap vegna geðsýki

Bandarískir hermenn í Írak
Bandarískir hermenn í Írak AP

Fyrrum bandarískur hermaður sem er ákærður fyrir að nauðga íraskri unglingsstúlku og drepa hana og fjölskyldu hennar var óvenjulega málglaður þegar hann var handtekinn og gaf fjölda yfirlýsinga af fúsum og frjálsum vilja í haldi. Lögfræðingur hans krefjast þess nú að yfirlýsingarnar verði ómerktar.

Steven D. Green bíður nú réttarhalda fyrir 16 ákæruatriði, þar á meðal morð af yfirlögðu ráði og alvarlega kynferðisárás. Hann hefur nú lýst yfir sakleysi sínu og ber við sig tímabundna geðveiki á þeim tíma sem hann framdi glæpina, sem var í mars 2006.

Fjórir hermenn til viðbótar hafa játað að hafa tekið þátt í að sitja fyrir stúlkunni og hjálpað við að nauðga henni og drepa. Tveir hermannanna viðurkenndu að hafa skipst að nauðga henni á meðan Green skaut móður hennar, föður og yngri systur til bana. Þeir hafa einnig staðfest að Green hafi sjálfur nauðgað stúlkunni og loks myrt hana.

Green var handtekinn nokkrum mánuðum eftir voðaverkin á heimili ömmu sinnar í Norður-Karólínu og var færður í haldi á herstöð í Kentucky. Á leiðinni lýsti hann því fjálglega yfir við FBI að George Bush og Dick Cheney væru hinir raunverulegu sökudólgar sem ættu að handtaka. Enn fremur sagði hann „þið haldið örugglega að ég sé algjört skrímsli“ og „ég býst þá við því að eyða restinni af ævinni í fangelsi.“ Lögfræðingar hans krefjast þess nú að dómari líti hjá þessum ummælum hans við réttarhöldin þar sem þau hafi fallið áður en lögfræðingur var kallaður til. Saksóknari heldur því hinsvegar fram að yfirlýsingarnar hafi verið gefnar af fúsum og frjálsum vilja og séu því gildar fyrir dómi.

Réttað er yfir Green af alríkisrétti Bandaríkjanna en ekki herrétti, þar sem honum var vikið úr hernum áður en hann var kærður. Málið verður tekið fyrir í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert