Palin breytti reikningum

Sarah Palin með eiginmanni sínum og einni af dætrum þeirra.
Sarah Palin með eiginmanni sínum og einni af dætrum þeirra. AP

Greint hefur verið frá því að Sarah Palin, varaforsetaefni bandarískra repúblíkana, hafi breytt reikningum vegna ferða barna sinna, sem hún hafði áður farið fram á að yrðu greiddir af skattgreiðendum Alaska, þar sem hún er ríkisstjóri. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Palin hafði skráð kostnað vegna ferða barnanna á reikning ríkisins, þrátt fyrir að þeim hafi ekki verið boðið opinberlega í umræddar ferðir, en breytti því eftir að hún var valin varaforsetaefni.

Mun það varða við lög í Alaskaað skrá kostnað einstaklinga sem ekki eru boðnir til ákveðinna atburða í opinberum erindagjörðum á risnureikning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert