Sérfræðingar vara nú við því að miklar líkur séu á að vandamál komi upp í tengslum við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum þann 4. nóvember, m.a. vegna mikils fjölda kjósenda og nýrrar tölvutækni sem notuð verður í fyrsta sinn í mörgum ríkjum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Bæði repúblíkanar og demókratar hafa þegar ráðið lögfræðinga vegna hugsanlegra kærumála í tengslum við framkvæmd kosninganna og sérfræðingar Pew stofnunarinnar segja líklegt að langar raðir muni myndast við kjörstaði. Utankjörstaðakosning er þegar hafin í Norður-Karólínu og Kaliforníu og hafa miklar tafir þegar sett svip sinn á þær.
„Líkur eru á að metkosningaþátttaka verði í kosningunum og að það leiði til vandræða þar sem kosningastarfsmenn verði ekki nógu margir og að tölvukerfi verði ekki komin að fullu í gang,” segir í skýrslu hinnar óháui Pew stofnun.