Mikið magn vopna hefur fundist í nítján húsleitum á sunnanverðu Jótlandi í Danmörku að undanförnu. Um er að ræða húsleitir sem tengjast rannsóknum á starfsemi rokkara og glæpasamtaka í nágrenni Árósa frá 10. október. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Í húsleitunum hafa m.a. fundist tvær fallbyssur, þrír AK47 rifflar, skammbyssur, veiðirifflar, skotfæri og handsprengjur.
„Annað hvort hefur vopnunum verið stolið frá herstöðvum eða þau verið flutt til landsins frá ríkjum í austri,” segir Ole Madsen, lögreglustjóri Østjyllands Politi í Árósum.