Palin keypti föt fyrir 17 milljónir

Sarah Palin með John McCain, forsetaefni bandarískra repúblíkana.
Sarah Palin með John McCain, forsetaefni bandarískra repúblíkana. AP

Ímynd Söru Palin varaforsetaframbjóðenda repúblíkana sem hvunndagsleg margra barna „hokkí-húsmóðir" beið að mati greinarhöfunda The New York Times hnekki þegar í ljós kom að flokkurinn borgaði 150 þúsund dala fatareikning fyrir frambjóðandann.

Fjölmiðlar vestanhafs hafa gert sér mat úr óhófi frambjóðanda og dugir þar að nefna að John McCain vissi ekki hvað hann á mörg hús og að John Edwards muni hafa farið í klippingu sem kostaði um 47 þúsund íslenskar krónur.

17 milljónir á 5th Avenue í stað elgshúðanna

Í New York Times er sagt frá því að miðstjórn Repúblíkanaflokksins hafi staðfest að meðal útgjalda í kosningabaráttunni sé að finna reikninga frá þekktum tískuvöruverslunum og fatahönnuðum fyrir Söru Palin og fjölskyldu hennar og hljóða þeir reikningar upp á um 17 milljónir íslenskra króna.

„Ef þeir hefðu ekki gert þetta hefði Saturday Night Live gert grín að Palin fyrir að klæðast elgshúðum," sagði Rich Galen ráðgjafi Repúblíkanaflokksins.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert