Forseti Egyptalands Hosni Mubarak hét því í dag eftir viðræður við forseta Ísraels að endurlífga viðræður yfirvalda í Kaíró við Hamas með því markmiði að koma á viðræðum um fangaskipti. Ísraelar vilja fá Gilad Shalit lausan, ísraelskan hermann sem hefur verið í haldi Hamas í rúm tvö ár.
Egyptaland hefur að undanförnu tekið í auknum mæli á sig það hlutverk að miðla málum milli Ísraels og Hamas.
Hamas hafa farið fram á að Ísrael leysi 1400 fanga úr haldi, þar á meðal nokkur hundruð sem sakaðir eru um banvænar árásir á Ísrael.