Staðfestir ástarsamband við Haider

Jörg Haider.
Jörg Haider. AP

Stefan Petzner, formaður hægriflokksins Austurríska framtíðarbandalagsins, hefur staðfest sögusagnir þess efnis að hann og Jörg Haider, sem lét lífið í bílslysi fyrr í þessum mánuði, hafi átt í ástarsambandi. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

 Petzner, sagði í útvarpsviðtali að hann hafi  fyrst hitt Haider fyrir fimm árum og laðast að honum eins og segull að stáli. „Við Jörg vorum tengdir á alveg sérstakan hátt. Hann var maðurinn í lífi mínu,” sagði hann. 

Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Haider hafi verið með Petzner á bar samkynhneigðra kvöldið sem hann lést og hafði Petzner áður beðið fjölmiðla um að hætta að rannsaka aðdraganda dauða hans.  

Jörg Haider var giftur og átti tvö börn en í stefnu flokks hans er lögð áhersla á hefðbundin fjölskyldugildi. Þá er flokkur hans þekktur fyrir andstöðu gegn innflytjendum og Evrópusambandinu.

Petzner, sem er 27 ára, tók við forystu flokksins eftir fráfall Haiders en Haider hafði marglýst því yfir að hann liti á Petner sem pólitískan arftaka sinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert