Þjáningar Þjóðverja rifjaðar upp

Kvik­mynd­in „Eine Frau in Berl­in” (Kona í Berlín) hef­ur vakið upp umræður um tíma­bil í sögu Þýska­lands sem lítið hef­ur verið rætt um til þessa. Í mynd­inni er fjallað um tíma­bilið strax að loknu síðari heims­styrj­öld­inni og þá sér­stak­lega þær þján­ing­ar sem þýsk­ar kon­ur liðu á þeim tíma. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Mynd­in, sem frum­sýnd er í þess­ari viku, er byggð á dag­bók­um Mörtu Hiller, sem var ung stúlka í Berlín er Rauði her­inn náði borg­inni á sitt vald árið 1945. Er þar m.a. greint frá nauðgun­um sov­éskra her­manna sem eltu þýsk­ar stúlk­ur ófeimn­ir um göt­ur borg­ar­inn­ar.

Lítið hef­ur verið fjallað um efnið op­in­ber­lega í Þýskalandi til þessa en mynd­in hef­ur nú vakið umræður um þá til­hneig­ingu Þjóðverja að grafa og gleyma þján­ing­um sín­um frá þessu tíma­bili.

„Þýsku her­menn­irn­ir, sem komu heim eft­ir stríðið, vildu ekki horf­ast í augu við þær þján­ing­ar sem kon­ur þeirra, dæt­ur og mæður höfðu gengið í gegn um. Það varð því til ein­hvers kon­ar tvö­fald­ur felu­leik­ur. Karl­arn­ir leyndu kon­urn­ar upp­lif­un­um sín­um frá víg­stöðvun­um og kon­urn­ar leyndu karl­ana upp­lif­un­um sín­um,” seg­ir aðalleik­kona mynd­ar­inn­ar Nina Hoss í viðtali við breska blaðið The Times.

Þá seg­ir hún að í Aust­ur-þýskalandi hafi umræða um fram­komu sov­ésku her­mann­anna verið þögguð niður þar sem þar hafi verið litið á Sov­ét­menn sem vini og sam­herja. Í Vest­ur-Þýskalandi hafi verið farið með slík mál sem smán­ar­leg fjöl­skyldu­leynd­ar­mál.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka