Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, getur lánað rúmlega 200 milljarða bandaríkjadala til þjóða sem glíma við fjárhagsvanda. Þetta jafngildir rúmlega 24 þúsund milljörðum íslenskra króna eð fjárlögum íslenska ríkisins í tæplega hálfa öld. Væntanleg lánveiting IMF til Íslands upp á 2 milljarða dala, 242 milljarða króna, er því innan við eitt prósent af ráðstöfunarfénu.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á nú í viðræðum við Ungverjaland, Pakistan, Úkraínu og Ísland um lánveitingar. Þá eru fyrirhugaðar viðræður við Hvíta-Rússland um lánveitingu.