200 milljarðar dala til reiðu hjá IMF

mbl.is

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, getur lánað rúmlega 200 milljarða bandaríkjadala til þjóða sem glíma við fjárhagsvanda. Þetta jafngildir rúmlega 24 þúsund milljörðum íslenskra króna eð fjárlögum íslenska ríkisins í tæplega hálfa öld. Væntanleg lánveiting IMF til Íslands upp á 2 milljarða dala, 242 milljarða króna, er því innan við eitt prósent af ráðstöfunarfénu.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á nú í viðræðum við Ungverjaland, Pakistan, Úkraínu og Ísland um lánveitingar. Þá eru fyrirhugaðar viðræður við Hvíta-Rússland um lánveitingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert