Dankir bankar taka í tauma neytenda á Íslandi

mbl.is/Guðmundur Rúnar

Danir eru nú varaðir við því á fréttavefnum epn.dk að ákveðið hafi verið að breyta reglum um það hvernig gengi íslenskra króna, sem teknar eru út á dönsk kreditkort, sé reiknað.

Tengist þetta þeirri ákvörðun danskra banka að umreikna gjaldeyri á greiðslukortareikningum eftir verðskrá Visa og MasterCards, frá og með næsta mánudegi í stað þess að miða við miðgildi gengið danska seðlabankans eins og gert hefur verið. 

Þýðir þetta að í stað þess að greiða 2,44 danskar krónur fyrir hundrað íslenskar krónur, eins og gert er nú, munu Danir þurfa að greiða fimm danskar krónur fyrir hundrað íslenskar krónur. 

„Aðstæður eru óeðlilegar. Hefði þessu ekki verið breytt hefðu bankarnir orðið að fjármagna helming kaupa korthafanna. Reglurnar heimila þetta og við erum ekki að græða á því. Bankar hafa þvert á móti tapað miklu á því hvernig staðið hefur verið að málum fram til þessa.” segir Tina Füssel, aðstoðarforstjóri Finansrådet.

Karsten Holdum, viðskiptafræðingur dönsku neytendasamtakanna, segir aðstæður mjög erfiðar fyrir neytendur. Danski seðlabankinn versli ekki með íslenskar krónur þessa dagana eða birti gengi þeirra og erfitt sé því fyrir neytendur að gera sér grein fyrir aðstæðum og sjá slíkar breytingar fyrir.

„Það er alveg óviðunandi að annar aðilinn geti fyrirvaralaust breytt umreiknunarreglum án þess að neytandinn fái tækifæri til að gera sér grein fyrir því og taka mið af því,” segir hún.

Jonas Torp, fjölmiðlafulltrúi Danske Bank segir að flestar vörur sem keyptar verði nú um helgina verði umreiknaðar samkvæmt lægra genginu. Hvað dýrar vörur varði verði hins vegar að skoða hvert tilfelli fyrir sig enda megi í sumum tilfellum líkja kaupum Dana á Íslandi að undanförnu við „gripdeildir á stríðstímum”.  

Þá segir hann fráleitt að færa rök fyrir því að korthafar hafi ekki getað séð slíka ákvörðun fyrir enda þyrfi fólk að sofa allan sólarhirnginn til að komast hjá því að heyra af ástandi mála á Íslandi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert