Lögreglumaður greinir frá afleiðingum Menezes-málsins

Jean Charles de Menezes var skotinn til bana af lögreglu …
Jean Charles de Menezes var skotinn til bana af lögreglu í London þann 22. júlí árið 2005. STR

Lögreglumaður sem skaut Brasilíumanninn Jean Charles De Menezes til bana í London 22. júlí árið 2005, hefur greint frá því að hann hafi orðið fyrir áfalli er hann gerði sér grein fyrir því að hann hafi skotið saklausan mann. Þá sagðist hann hafa þjáðst af sorg og verið mjög ringlaður í kjölfarið. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

„Öll sú þjálfun sem ég hef hlotið í áhættumati, því að sjá og meta hættu og bregðast við henni, allt sem ég hef verið þjálfaður til brást og því er ég sekur um að hafa drepið saklausan mann. Það er staðreynd sem ég verð að lifa við það sem eftir er ævi minnar,” segir lögreglumaðurinn er hann kom fyrir rannsóknarnefnd vegna málsins í dag en hann hefur ekki tjáð sig áður opinberlega um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert