Um 200.000 manns heimilislaus í Lýðveldinu Kongó

Harðir bardagar hafa geisað í austurhluta Lýðveldisins Kongó.
Harðir bardagar hafa geisað í austurhluta Lýðveldisins Kongó. Reuters

Mat­væla­hjálp Sam­einuðu þjóðanna seg­ir að um 200.000 manns séu heim­il­is­laus eft­ir að átök brut­ust út á nýj­an leik í aust­ur­hluta Lýðveld­is­ins Kongó. Þar hafa geisað harðir bar­dag­ar und­an­farna tvo mánuði.

Áður höfðu SÞ haldið fram að helm­ingi færri, eða um 100.000 manns, væru án heim­il­is.

Menn hafa aukn­ar áhyggj­ur af stöðu mála í aust­ur­hluta lands­ins. Þar hef­ur stjórn­ar­her­inn bar­ist við upp­reisn­ar­menn sem eru hliðholl­ir hers­höfðingj­an­um Laurent Nkunda.

Að sögn SÞ er talið að um tvær millj­ón­ir manna hafi misst heim­ili sín í Kivu héraði lands­ins frá ár­inu 2007. Sam­tök­in segja að þetta þýði að marg­ir þjá­ist af vannær­ingu og sum­ir séu að lát­ast af völd­um hung­urs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert