Um 200.000 manns heimilislaus í Lýðveldinu Kongó

Harðir bardagar hafa geisað í austurhluta Lýðveldisins Kongó.
Harðir bardagar hafa geisað í austurhluta Lýðveldisins Kongó. Reuters

Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að um 200.000 manns séu heimilislaus eftir að átök brutust út á nýjan leik í austurhluta Lýðveldisins Kongó. Þar hafa geisað harðir bardagar undanfarna tvo mánuði.

Áður höfðu SÞ haldið fram að helmingi færri, eða um 100.000 manns, væru án heimilis.

Menn hafa auknar áhyggjur af stöðu mála í austurhluta landsins. Þar hefur stjórnarherinn barist við uppreisnarmenn sem eru hliðhollir hershöfðingjanum Laurent Nkunda.

Að sögn SÞ er talið að um tvær milljónir manna hafi misst heimili sín í Kivu héraði landsins frá árinu 2007. Samtökin segja að þetta þýði að margir þjáist af vannæringu og sumir séu að látast af völdum hungurs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert