Baráttan neikvæð og ódrengileg

AP

Barack Obama, fram­bjóðandi demó­krata í banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um gagn­rýndi mót­herja sinn, John McCain, for­seta­efni re­públi­kana, harka­lega í dag fyr­ir nei­kvæða og á köfl­um ódrengi­lega bar­áttu. Þrátt fyr­ir að kann­an­ir bendi til að Obama hafi um­tals­vert for­skot á McCain hvet­ur McCain stuðnings­menn sína til að ör­vænta ekki.

Obama sagði í ræðu sem hann flutti í Nevada í dag að viður­styggi­leg sím­töl starfs­manna McCains, vill­andi póst­send­ing­ar og sjón­varps­aug­lýs­ing­ar og óvar­leg­ar og á stund­um hneyksl­an­leg­ar full­yrðing­ar keppi­naut­ar­ins, hindruðu nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar.

Obama sagði nei­kvæða kosn­inga­bar­áttu það allra sísta sem banda­ríska þjóðin þyrfti á að halda nú. „Þjóðin vill ekki bar­áttu þar sem fram­bjóðend­ur stinga aug­un hver úr öðrum held­ur vill fólk heyra hvernig við hyggj­umst glíma við vanda­mál­in sem blasa við al­menn­ingi í þessu landi,“ sagði Obama.

John McCain hitti kjós­end­ur í New Mex­ico í dag. Í ræðu sinni réðst hann harka­lega á skatta­hug­mynd­ir Obama. „Hann vill end­ur­dreifa auðnum. Það mun koma harðast niður á millistétt­inni,“ sagði McCain. Sjálf­ur seg­ist hann leggja fyr­ir­tækj­um lið svo þau geti vaxið enn frek­ar og þannig skapað fleiri Banda­ríkja­mönn­um störf.

Obama hef­ur 13 pró­sentu­stiga for­skot á McCain, sam­kvæmt skoðana­könn­un Newsweek. Könn­un­in bend­ir til að Obama hafi fylgi 53% kjós­enda en McCain 40% fylgi. Gallup kann­an­ir benda til þess að for­skot Obama sé jafn­vel enn meira. Frétta­stofa NBC tel­ur að Obama sé með næg­an meiri­hluta til að vinna kosn­ing­arn­ar.

John McCain hvatti stuðnings­menn sína til að ör­vænta ekki þó kann­an­ir gæfu til kynna að á bratt­ann væri að sækja. „Berj­ist, Banda­rík­in eru þess virði. Við mun­um sigra,“ sagði McCain.

Bæði Obama og McCain hafa verið á kosn­inga­ferðalagi í Vest­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna síðustu daga en talið er að kjós­end­ur þar geti ráðið úr­slit­um í kom­andi for­seta­kosn­ing­um sem fram fara 4. nóv­em­ber nk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert