Dönsk móðir slasaðist nokkur þegar tveggja ára sonur hennar startaði fjölskyldubílnum. Þetta kemur fram í danska dagblaðinu Politiken.
Konan stóð fyrir aftan fjölskyldubílinn og var að bisast við að opna farangursrýmið þegar drengnum, sem sat einn í bílnum, tókst að starta bifreiðinni sem var í bakkgír með þeim afleiðingum að bíllinn heyrði yfir konuna og dró hana spölkorn með sér. Konunni tókst að losa sig. Hún handleggs-, fót- og rifbeinsbrotnaði, en er ekki talin í lífshættu að sögn lögreglunnar á Norður-Jótlandi.