McCain blæs á skoðanakannanir

McCain er brattur.
McCain er brattur. Reuters

John McCain, for­seta­efni re­públi­kana, blés í dag á þær skoðanakann­an­ir sem hafa verið birt­ar fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar, en skv. þeim Barack Obama, for­seta­efni demó­krata, með gott for­skot. McCain held­ur því fram að mögu­leik­ar hans að verða næsti for­seti Banda­ríkj­anna séu enn góðir.

McCain, sem hef­ur mælst vera í um það bil 10 pró­sentu­stig­um á eft­ir Obama í mörg­um könn­un­um sem hafa verið gerðar á landsvísu, sagði í sam­tali við NBC sjón­varps­stöðina að bar­átt­an sé ekki búin.

„Þess­ar skoðanakann­an­ir hafa ít­rekað sýnt fram á að ég sé mun meira á eft­ir held­ur en við erum í raun og veru,“ sagði McCain. „Okk­ur geng­ur vel.“

„Við minnkuðum bilið í síðustu viku og ef við höld­um áfram að saxa á for­skotið í næstu viku þá er ljóst að þið munið vaka lengi á kosn­ing­a­nótt­inni.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert