Benedikt XVI páfi tilkynnti í dag að hann ætli að heimsækja Kamerún og Angóla í mars á næsta ári. Þetta er fyrsta heimsókn hans til Afríku síðan hann var kjörinn páfi vorið 2005.
Páfi tilkynnti þetta við messu í Péturskirkjunni í Róm í morgun en þar var að ljúka þriggja vikna heimsráðstefnu biskupa.
Tilgangur vísitasíu páfa til Afríku er m.a. að undirbúa ráðstefnu sem fyirhugað er að halda í Páfagarði í október á næsta ári en þar á að fjalla um málefni Afríku.
Frá því Benedikt var kjörinn páfi hefur hann vísiterað víða í Evrópu, m.a. Frakkland í september síðastliðnum. Þá heimsótti hann Brasilíu, Bandaríkin og Ástralíu í sumar.