Sarah Palin kastar fínu fötunum

John McCain og Sarah Pali á fundi í Cincinnati í …
John McCain og Sarah Pali á fundi í Cincinnati í Ohio í síðustu viku. Reuters

Sarah Pal­in, vara­for­seta­efni banda­ríska Re­públi­kana­flokks­ins, sagðist í dag ætla að sniðganga dýr föt, sem flokk­ur­inn keypti handa henni eft­ir að hún samþykkti að verða í fram­boði með John McCain, for­seta­efni flokks­ins. Þess í stað ætl­ar hún að klæðast föt­um, sem hún hef­ur keypt í Alaska.  

Pal­in lagði áherslu á það, þegar hún ávarpaði kosn­inga­fund í Tampa á Flórída í dag, að hún væri í sín­um eig­in jakka og benti á föt sín. Sagðist hún ekki fram­ar ætla að klæðast föt­um, sem hún ætti ekki.  

„Ég á ekki þau föt, frek­ar en ljósa­búnaðinn og sviðsmynd­ina og annað sem al­rík­is­nefnd Re­públi­kana­flokks­ins keypti," sagði Pal­in. „Ég mun ekki taka þau með mér. Ég er aft­ur far­in að nota mín eig­in föt sem ég keypti í upp­á­halds póst­versl­un­inni minni í Anchorage," sagði hún.

Pal­in sagðist í fyrstu hafa ætla að leiða umræðuna um föt­in dýru hjá sér  en ákveðið síðan að taka á mál­inu.

Frétta­vef­ur­inn  Politico sagði frá því í síðustu viku, að Re­públi­kana­flokk­ur­inn hefði keypt föt fyr­ir um 150 þúsund dali, jafn­v­irði 17 millj­óna króna, í tísku­versl­un­um á borð við Neim­an Marcus og Saks Fifth Avenue. Föt­in, auk hár­greiðslu og förðunar, voru skráð sem út­gjöld vegna kosn­inga­bar­áttu. 

Fram­boð McCain sagði síðar, að föt­in yrðu gef­in til góðgerðasam­taka eft­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 4. nóv­em­ber.

Málið þykir hið vand­ræðal­eg­asta fyr­ir Pal­in, sem hef­ur lýst sér sem ís­hokkí-mömmu og elg­veiðimanni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert