Tóku tíu tonn af kókaíni

Hluti eiturlyfjanna sem kólumbíska lögreglan lagði hald á.
Hluti eiturlyfjanna sem kólumbíska lögreglan lagði hald á. AP

Lög­regla í Kól­umb­íu lagði í gær hald á tíu tonn af kókaíni. Ætlað götu­v­irði kókaíns­ins er um 200 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala eða rúm­ir 24 millj­arðar ís­lenskra kóna. Kókaínið fannst í tveim­ur flutn­inga­bíl­um í hafn­ar­borg­inni Barr­anquilla. Talið er að smygla hafi átt því til Veracruz í Mexí­kó.

Full­yrt er að kókaínið hafi verið í eigu glæpa­for­ingj­ans Daniel Bar­rera sem gjarn­an er kallaður brjálæðing­ur­inn.

Hald­lagn­ing kókaíns­ins er afrakst­ur sex mánaða vinnu lög­reglu og tol­lyf­ir­valda í Kól­umb­íu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert