Bretar hættir í bjórnum

Bresk bjórmenning er margrómuð en nú er pöbbunum ógnað af …
Bresk bjórmenning er margrómuð en nú er pöbbunum ógnað af efnahagskrísunni mbl.is/Brynjar Gauti

Hin fræga breska öl­krús er nýj­asta fórn­ar­lamb fjár­mála­hruns­ins, ef taka á mið af því að sala á bjór hef­ur dreg­ist sam­an um 7% á þriðja árs­fjórðungi. Bresku Bjór- og pöbba­sam­tök­in segja að 161 færri öl­krús­ir hafi verið seld­ir frá júlí og fram í sept­em­ber miðað við sama tíma­bil í fyrra, sem þýðir 1,8 millj­ón færri krús­ir hvern dag.

Bjór­sala hef­ur verið á stöðugri niður­leið í Bretlandi síðustu ár og eru af­leiðing­arn­ar þær að þúsund­ir pöbba og veit­ingastaða um landið allt hafa lokað. Þess­ar nýj­ustu töl­ur sína hins­veg­ar að þró­un­in er nú mun hraðari en hún hef­ur verið fram að þessu og að mat­vöru­versl­an­ir eru nú líka farn­ar að finna fyr­ir því að Bret­ar kaupi síður bjór.

Versl­un­ar­eig­end­um hef­ur fram að þessu tek­ist að halda bjórn­um á floti með sér­stök­um til­boðum á kipp­unni, en ekki leng­ur. Sal­an hef­ur fallið um 6% á þess­um 4 mánuðum, aðeins litlu minna en 8,1% fallið á pöbb­um og veit­inga­stöðum.

„Þessi hratt fallandi hnign­un í bjór­sölu er skýrt merki um versn­andi efna­hag, áhyggju­full heim­ili og rýrn­andi kaup­mátt,“ seg­ir Rob Hayw­ard, fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna, en inn­an þeirra er um 98% af bresk­um bjór bruggaður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert