Dagblað í Alaska lýsir yfir stuðningi við Obama

Sarah Palin, ríkisstjóri Alaska, nýtur ekki stuðnings Anchorage Daily News.
Sarah Palin, ríkisstjóri Alaska, nýtur ekki stuðnings Anchorage Daily News. Reuters

Helsta dagblað Alaska, sem er heimaríki Söruh Palin ríkisstjóra, hefur lýst yfir stuðningi við Barack Obama, forsetaefni demókrata, fyrir komandi forsetakosningar.

Dagblaðið Anchorage Daily News, sem hefur mjög mikla dreifingu í Alaska, segir að það sé of áhættusamt að Palin skuli vera einu skrefi frá því að verða forseti.

Í leiðara blaðsins í dag kemur fram að það að hún skuli hafa verið útnefnd hafi vakið hrifningu íbúa ríkisins. Það megi hins vegar ekki hafa áhrif á dómgreind fólks.

Athyglin skuli beinast að John McCain, en blaðið segir að valið á honum hafi ekki verið rétt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert