Skrifstofur Reuters í New York rýmdar

Skrifstofur Thomson Reuters í New York.
Skrifstofur Thomson Reuters í New York. Reuters

Starfs­mönn­um Reu­ters í New York brá í brún þegar þegar í ljós kom að dul­ar­fullt bréf með dufti hafði borist frétta­stof­unni í pósti. Starfs­mönn­un­um var í fram­hald­inu var gert að yf­ir­gefa skrif­stof­urn­ar á meðan málið var rann­sakað.

Lög­regl­an var kölluð á staðinn eft­ir að einn rit­stjóra frétta­stof­unn­ar hafði opnað bréfið og séð duftið. Lög­regl­an bað starfs­menn­ina, sem eru um 140 tals­ins, um að yf­ir­gefa skrif­stof­urn­ar sem eru á 19. hæð há­hýs­is á Man­hatt­an.

Bréfið var ein­angrað sem og rit­stjór­inn á meðan málið var rann­sakað, en skrif­stof­unni var lokað í fjóra tíma. Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar leiddu í ljós að efnið var ekki hættu­legt.

Þrátt fyr­ir að hafa þurft að yf­ir­gefa skrif­stof­urn­ar gerðu frétta­menn­irn­ir ráðstaf­an­ir þannig að þeir gætu haldið áfram að skrifa frétt­ir á öðrum skrif­stof­um.

Skrif­stof­ur frétta­stof­unn­ar í New York, sem eru við Times Square, eru höfuðstöðvar Thom­son Reu­ters, sem er móður­fé­lag fyr­ir­tæk­is­ins. Frétta­stof­an er sú næst stærsta á eft­ir London.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert