Veikindi Íransforseta nýtt í innanflokksstríði

Mahmoud Ahmadinejad fyrr á þessu ári.
Mahmoud Ahmadinejad fyrr á þessu ári. Reuters

Íranski þingmaðurinn Mohammad Esmail Kowsari, segir að Mahmoud Ahmadinejad Íransforseta séu alls ekki jafn alvarlega og pólitískir andstæðingar hans hafi látið í veðri vaka. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Kowsari segir í viðtali við fréttastofuna IRNA að það væri þekkt bragð í stjórnmálum að ýta undir orðróm um veikindi leiðtogans til að draga úr trausti á hann og að skammarlega framkoma ákveðinna aðila í umræðu um veikindi forsetans muni setja blett á þá til frambúðar.

Kowsari segir andstæðinga forsetans innan raða harðlínumanna hafa nýtt sé smávægileg veikindi forsetans til að ráðist í sálfræðilega herferð gegn honum.

Forsetinn, sem er 53 í dag, tók þátt í trúarsamkomu í Tehran á laugardag en þá hafði hann ekki sést opinberlega í nokkra daga, sem er mjög ólíkt honum. Hann tók síðan við trúnaðarbréfum þriggja erlendra stjórnarerindreka í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert