Sómölsk kona grýtt til dauða

Sómölsk kona var í gær tekin af lífi eftir að íslamskur Sharía-réttur dæmdi hana seka um framhjáhald. Konan var grafin í jörðu upp að hálsi og grýtt til dauða frammi fyrir hópi áhorfenda í hafnarborginni Kismayo samkvæmt fréttavef BBC.

Þetta var fyrsta opinbera aftakan í borginni síðan íslamskir uppreisnarmenn  náðu henni á sitt vald í ágúst. Einn ráðamanna, Sheikh Hayakallah, fullyrti að henni hefði verið boðið að endurskoða afstöðu sína en hún hafi sjálf lagt áherslu á að hún ætti skilið dóm og refsingu samkvæmt sharía-lögum.

Aftakan var framkvæg af hópi manna á einu af aðaltogrum borgarinnar frammi fyrir þúsund manna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert