McCain sakar Obama um vanhæfni

John McCain, forsetaefni repúblikana.
John McCain, forsetaefni repúblikana. AP

John McCain, for­seta­efni re­públi­kana, gagn­rýndi keppi­naut sinn Barack Obama, for­seta­efni demó­krata, harðlega í dag. McCain, sem er nú stadd­ur í Flórída, seg­ir að Obama sé ekki hæf­ur þegar kem­ur að því að tryggja ör­yggi þjóðar­inn­ar.

McCain seg­ir að Obama sé van­hæf­ur til að vera æðsti yf­ir­maður banda­ríska herafl­ans. Þetta kom fram í ræðu sem McCain flutti á kosn­inga­fundi í Tampa.

Obama er vænt­an­leg­ur til Flórída, en báðir fram­bjóðend­urn­ir gera nú allt sem þeir geta til að tryggja sér sig­ur í rík­inu sem gæti orðið lyk­ill­inn að Hvíta hús­inu. Obama mun njóta aðstoðar Bill Cl­int­ons, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta.

Í kvöld mun Obama láta birta hálf­tíma lang­ar aug­lýs­ing­ar á sjö banda­rísk­um sjón­varps­stöðum á besta tíma til að kynna fram­boð sitt.

Aðeins eru sex dag­ar þar til Banda­ríkja­menn kjósa sér nýj­an for­seta þann. 4 nóv­em­ber nk. Obama leiðir skv. flest­um skoðana­könn­un­um sem hafa verið gerðar, bæði á landsvísu og í þeim ríkj­um þar sem mjótt er á mun­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka