McCain sakar Obama um vanhæfni

John McCain, forsetaefni repúblikana.
John McCain, forsetaefni repúblikana. AP

John McCain, forsetaefni repúblikana, gagnrýndi keppinaut sinn Barack Obama, forsetaefni demókrata, harðlega í dag. McCain, sem er nú staddur í Flórída, segir að Obama sé ekki hæfur þegar kemur að því að tryggja öryggi þjóðarinnar.

McCain segir að Obama sé vanhæfur til að vera æðsti yfirmaður bandaríska heraflans. Þetta kom fram í ræðu sem McCain flutti á kosningafundi í Tampa.

Obama er væntanlegur til Flórída, en báðir frambjóðendurnir gera nú allt sem þeir geta til að tryggja sér sigur í ríkinu sem gæti orðið lykillinn að Hvíta húsinu. Obama mun njóta aðstoðar Bill Clintons, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

Í kvöld mun Obama láta birta hálftíma langar auglýsingar á sjö bandarískum sjónvarpsstöðum á besta tíma til að kynna framboð sitt.

Aðeins eru sex dagar þar til Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta þann. 4 nóvember nk. Obama leiðir skv. flestum skoðanakönnunum sem hafa verið gerðar, bæði á landsvísu og í þeim ríkjum þar sem mjótt er á mununum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert