Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Evrópusambandið og Alþjóðabankinn hafa samþykkt að veita Ungverjum 25 milljarða dollara lán til aðbregðast við afleiðingum kreppunnar á fjármálamörkuðum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Þá standa yfir viðræður sjóðsins við Pakistan og Ungverjaland en á undanförnum dögum hafa samningadrög verið gerð á milli sjóðsins og Úkraínu og Íslands.