Nokkrir særðust þegar bílasprengja sprakk á bílastæði utan við háskóla í Pamlona á Spáni í dag. Þá kviknaði eldur í nokkrum öðrum bílum á bílastæðinu.
Starfsmaður Navarraháskóla sagði, að margir hefðu verið við inngang háskólans þegar sprengjan sprakk á bílastæðinu fyrir framan.
Talið er að ETA, samtök herskárra aðskilnaðarsinnaðra Baska, hafi staðið fyrir sprengjuárásinni. Fjórir meintir félagar í samtökunum voru handteknir á norðurhluta Spánar í gær.