IMF til hjálpar

Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), Dominique Strauss-Kahn, segist styðja lánsbeiðni frá Seychelles, litlum eyjaklasa í Indlandshafi, en þjóðin á við mikla fjárhagserfiðleika að stríða. Að sögn forstjórans er Seychelles í miklum fjárhagskröggum sem setja lífsskilyrði fólks og efnahagsþróun í hættu . Á eyjunum búa rúmlega 82 þúsund manns.

Upphæð lánsins hefur ekki verið gefin upp. Seychelles er fjórða þjóðin til að óska eftir aðstoð frá IMF, á eftir Íslandi, Úkraínu og Ungverjalandi.

Stjórn IMF á eftir að ákveða hvort lánsbeiðnin verði samþykkt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert