Alls hafa 876 manns fyrirfarið sér í Japan það sem af er ári með því að innbyrða eða anda að sér gufum af eiturefnum sem finnast á flestum heimilum. Er þetta gríðarleg aukning á milli ára en alls voru 29 sjálfsvíg framin með þessum hætti í landinu á síðasta ári.
Sjálfsvíg eru mjög tíð í Japan og virðist sem þau hafi aukist verulega á milli ára. Hefur lögregla gripið til þess ráðs að reyna að loka vefslóðum þar sem sjálfsvígsleiðbeiningar er að finna. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum virðist sem bylgja gangi yfir japanskt þjóðfélag nú þar sem fólk blandar saman ýmiskonar efnum sem eru algeng á heimilum. Með því myndast eitruð gastegund sem dregur fólk til dauða. Í einhverjum tilvikum aðra en þá sem ætla sér að taka eigið líf þar sem gasið er lyktarlaust.
Á síðasta ári voru rúmlega 33 þúsund sjálfsvíg framin í Japan, sem er 2,9% aukning frá árinu 2006.