Þing Úkraínu samþykkti í kvöld löggjöf, sem nauðsynleg var svo landið getið fengið 16,5 milljóna dala lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Er fénu ætlað að koma Úkraínu í gegnum mestu efnahagsþrengingar í sögu landsins frá því það fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1991.
Lögin voru samþykkt með 243 samhljóða atkvæðum. Um var m.a. að ræða breytingu á löggjöf um bankastarfsemi í landinu.
Þingmenn í flokki Viktors Jútsjenkós, forseta, og flokki Júlíu Tímotsjenkó, forsætisráðherra, greiddu atkvæði með lagabreytingunni en þingmenn í flokki Viktors Janúkóvítsj, fyrrum forseta landsins, greiddu ekki atkvæði.