Vilja eftirlit með vopnasölu

Frá allsherjarþingi SÞ.
Frá allsherjarþingi SÞ. Reuters

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða stuðning við tillögu um að komið verði á alþjóðlegu eftirlitskerfi með vopnasölu. Bandaríkin voru andvíg tillögunni.

Alls greiddu 147 af 192 aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna atkvæði með tillögunni og lögðust aðeins Simbabve og Bandaríkin gegni henni. Fulltrúar annarra ríkja voru ýmist ekki viðstaddir eða sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.    

Fylgismenn tillögunnar vonast til að samningurinn verði að veruleika innan fimm ára. Benda þeir á að hergagnaiðnaðurinn komi óbeint við sögu í dauða á annað þúsund manna á degi hverjum og að slíkur samningur myndi aðeins ná til vopnasölu til þjóðríkja, ekki til vopnasölu til einstaklinga.

Bretar, sem flytja árlega út vopn fyrir þrjá milljarða dollara, eru í fararbroddi stuðningsríkja tillögunnar, ásamt Japan, Ástralíu, Argentínu, Finnlandi og Kosta Ríka.

Unnið er samningi um eftirlit með vopnasölu ríkja í millum.
Unnið er samningi um eftirlit með vopnasölu ríkja í millum. mbl.is/Ásdís
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert