Yfirmaður flughers Japana rekinn

Toshio Tamogami
Toshio Tamogami AP

Varnarmálaráðherra Japans rak í dag yfirmann flughers landsins vegna ummæla hans um að flugher Japans hefði ekki stundað árásir í síðari heimsstyrjöldinni.

Viðhorf Toshio Tamogami, yfirmanns flughers Japans, sem birt voru á netinu, hafa vakið hörð viðbrögð meðal nágranna Japana. Tamogami sagði meðal annars að það væri beinlínis rangt að Japan hefði í síðari heimsstyrjöldinni verið árásargjörn þjóð. Franklin D. Roosevelt, þáverandi bandaríkjaforseti hefði hreinlega neytt Japan til þátttöku í stríðinu.

Óvænt árás flughers Japans á Pearl Harbor flotastöðina í Hawaii í desember 1941 verður lengi í minnum höfð en hún var vendipunktur í þátttöku bandaríkjahers í síðari heimsstyrjöldinni. Fram að þeim tíma höfðu Bandaríkin veitt Bretum stuðning í formi tækja og tóla en reynt að öðru leyti að viðhalda hlutleysisstefnu.

Bæði varnarmálaráðherra og forsætisráðherra Japan sögðu í dag að ummæli yfirmanns flughersins væru óviðeigandi og gengju þvert á stefnu landsins.

Japönsk stjórnvöld lýstu árið 1995 yfir iðrun vegna framgögngu þjóðarinnar í síðari heimsstyrjöldinni og ítrekuðu þá yfirlýsingu áratug síðar.

Í lok ósigurs í síðari heimsstyrjöldinni, afsalaði Japan sér réttinum til að heyja stríð og kalla þeir flugher sinn því varnarlið. Engu að síður fylgjast nágrannaþjóðir grannt með öllum hernaðartilburðum Japana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert