Castro með olíusamning

Luiz Inacio Lula da Silva og Fidel Castro á góðri …
Luiz Inacio Lula da Silva og Fidel Castro á góðri stundu í janúarmánuði. Raul, bróðir Castro, hefur undirritað olíusamning við Lula. Reuters

Raul Castro, for­seti Kúbu, og Luiz Inacio Lula da Silva Bras­ilíu­for­seti hafa und­ir­ritað samn­ing um sam­starf um olíu­vinnslu á kúbverska land­grunn­inu. Von­ir eru bundn­ar við að þar leyn­ist yfir 20 millj­arðar tunna af olíu.

Samn­ing­ur­inn, sem er á milli bras­il­íska ol­í­uris­ans Petrobras og kúbverska rík­is­fé­lags­ins Cu­bapetroleo, nær til ol­íu­könn­un­ar á hafti úti og er hluti af þeirri stefnu Kúbverja að verða sjálf­um sér næg­ir um olíu.

Reyn­ist sú spá rétt að á kúbverska land­grunn­inu sé að finna 21 millj­arð tunna af olíu er um gíf­ur­leg verðmæti að ræða. Miðað við að ol­íu­t­unn­an fari á um 80 tali er verðmætið hátt í 190.000 millj­arðar króna á nú­ver­andi gengi. 

„Ef það eru lík­ur á olíufundi á Kúbu, þá hafðu ekki áhyggj­ur Raul, það má sækja hana niður á 500 metra dýpi, að 1.000 metr­um, að 3.000 metr­um, að 7.000 metr­um, við mun­um leita að henni, finna hana og umbreyta í orku,“ sagði Lula Bras­ilíu­for­seti kump­ána­lega við gest­gjafa sinn í gær.

Olíu­vinnsl­an gæti um­bylt efna­hag Kúbu, sem reiðir sig mjög á inn­flutn­ing olíu, einkum frá Venesúela. Njóta Castrobræður, Fidel og Raul, þess að þeir eiga hauk í horni þar sem fer Hugo Chavez, for­seti Venesúela.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert