Enn finnst lík við Árósa

Lög­regla var í dag kölluð til vegna lík­fund­ar á strönd­inni við Moes­ga­ard skammt sunn­an Árósa. Ekki hafa borist nán­ari upp­lýs­ing­ar um málið. Þetta er annað líkið, sem fund­ist hef­ur við Árósa um helg­ina.

Á föstu­dag fannst lík á strönd­inni við Marsel­is­borg í Árós­um. Um var að ræða mann, sem hafði verið skot­inn í hnakk­ann. Karl­maður á fer­tugs­aldri var í dag hand­tek­inn vegna máls­ins.

Ekki er ljóst hvort lík­fund­irn­ir í dag og á föstu­dag tengj­ast. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert