Meirihluti Dana vill nú evru

Reuters

Meirihluti Dana vill nú að landið gangi í Efnahags- og myntbandalag Evrópu og taki upp evru, ef marka má nýja könnun, sem Synovate stofnunin hefur gert.

Fyrir hálfum mánuði sögðust 45% Dana vilja taka upp evru en atburðir síðustu vikna, þar sem danskir vextir hafa m.a. verið hækkaðir til að reyna að stöðva gjaldeyrisflótta úr landinu,  hafa breytt afstöðu margra. Nú segjast 52% telja að taka eigi upp evru í stað krónu.

Haft er eftir Inger Støjberg, þingflokksformanni Venstre, á fréttavef Børsen, að þetta sýni að Danir hafi nú gert sér grein fyrir að hver dagur, sem þeir standa utan við evrusamstarfið, kosti þá fé. Þetta hafi orðið ljóst í fjármálakreppunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert