Snekkja Saddams til sölu

Ocean Breeze, snekkja sömu tegundar og þeirrar sem var í …
Ocean Breeze, snekkja sömu tegundar og þeirrar sem var í eigu Saddams Hussein.

Írösk stjórnvöld ætla að setja á sölu lúxussnekkju fyrrum einræðisherrans Saddams Hussein. Snekkjan er 82 metrar á lengd og um borð eru nokkrar sundlaugar, moska, lítill kafbátur og síðast en ekki síst; eldflaugapallur. Snekkjan liggur nú við akkeri í Nice.

Snekkjan var smíðuð í Danmörku árið 1981 en var aldrei flutt til Írak. Félagið Sudeley Limited, sem er að hluta til í eigu Abdullah konungs í Jórdaníu, segist vera löglegur eigandi þessarar fljótandi hallar. Reynt var að selja hana í fyrra fyrir rúmlega 4 milljarða íslenskra króna.

Írösk stjórnvöld eiga hins vegar rétt á að taka til sín allar eignir Hussein og tókst þeim í janúar að stöðva söluna þar til eigendarétturinn væri kominn á hreint. 1. júlí afsalaði konungur Jórdaníu sér öllum rétti að snekkjunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert