Snekkja Saddams til sölu

Ocean Breeze, snekkja sömu tegundar og þeirrar sem var í …
Ocean Breeze, snekkja sömu tegundar og þeirrar sem var í eigu Saddams Hussein.

Írösk stjórn­völd ætla að setja á sölu lúx­ussnekkju fyrr­um ein­ræðis­herr­ans Saddams Hus­sein. Snekkj­an er 82 metr­ar á lengd og um borð eru nokkr­ar sund­laug­ar, moska, lít­ill kaf­bát­ur og síðast en ekki síst; eld­flaugapall­ur. Snekkj­an ligg­ur nú við akk­eri í Nice.

Snekkj­an var smíðuð í Dan­mörku árið 1981 en var aldrei flutt til Írak. Fé­lagið Su­deley Lim­ited, sem er að hluta til í eigu Abdullah kon­ungs í Jórdan­íu, seg­ist vera lög­leg­ur eig­andi þess­ar­ar fljót­andi hall­ar. Reynt var að selja hana í fyrra fyr­ir rúm­lega 4 millj­arða ís­lenskra króna.

Írösk stjórn­völd eiga hins veg­ar rétt á að taka til sín all­ar eign­ir Hus­sein og tókst þeim í janú­ar að stöðva söl­una þar til eig­enda­rétt­ur­inn væri kom­inn á hreint. 1. júlí af­salaði kon­ung­ur Jórdan­íu sér öll­um rétti að snekkj­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert