Flæði rússneskra vopna til Rómönsku-Ameríku gæti komið af staðið vopnakapphlaupi í heimshlutanum, að mati sendiherra Bandaríkjanna í Kólumbíu. Rússar hafa átt í nánum samskiptum við mörg ríkja álfunnar, þar með talið Venesúela, undir stjórn Hugo Chavez forseta.
Sendiherrann William Brownfield lét þessi orð falla í viðtali við dagblaðið El Tiempo, þar sem hann þrátt fyrir óskoraðan sjálfsákvörðunarrétt vær ekkert ríki í tómarómi þegar kæmi að öryggismálum.
Ummælin vekja athygli enda hefur her Venesúela keypt rússneskar þotur og riffla að undanförnu, á sama tíma og Chavez forseti hefur talað digurbarkalega í garð Bandaríkjastjórnar.
Fjölmörg ríki vinna nú að gerð samnings sem ætlað er að auka gagnsæi í vopnaviðskiptum ríkja í millum. Tillaga um gerð samningsins var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag. Aðeins fulltrúar Bandaríkjanna og Simbabve lýstu sig andvíga tillögunni.