230 milljón prósent verðbólga

Robert Mugabe, hinn aldni Simbabveforseti.
Robert Mugabe, hinn aldni Simbabveforseti. Reuters

Óðaverðbólgan í Simbabve ætlar engan endi að taka. Stjórnvöld hafa gefið út milljón dala peningaseðill, en til samanburðar voru gefnir út 100 milljarða dala seðlar í ágústmánuði. Brást stjórnin þá við með því að skera tíu núll af gjaldmiðlinum, Simbabvedollaranum.

Leit þá 10 dala seðill dagsins ljós en innan skamms var allt komið í sama farið á ný og stjórnin hóf að gefa út himinháa seðla á nýjan leik.

Verðbólgan er gríðarleg og má nefna að 50.000 dollara seðill nægir ekki til að kaupa hálfan brauðhleif.

Samkvæmt opinberum tölum er verðbólgan 230 milljón prósent!

Óháðir sérfræðingar telja hins vegar að verðbólgan mælist í milljörðum prósenta, en til marks um verðleysi gjaldmiðilsins fast átta Bandaríkjadalir fyrir milljón Simbabvedollara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert